englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, apríl 29, 2005

Speki speki speki

Í dag er ég svona að öllu jöfnu ekki mikil spakmæla og spekiskona. Ég tók það skeið út á mínum unglingsárum. Ég hef farið marga hringi í þessum pælingum en hef að mestu lagt þetta á hilluna. Les stjörnuspána mér til skemmtunnar og trúi henni ekki (nema þegar hún er góð)
En ég á mér eitt svona uppáhalds, sem ég reyni að lifa eftir, með misjöfnum árangri þó:

Megi almættið gefa að ég komi ekki til með að dæma nágranna minn fyrr en ég hef gengið 10 km í skónum hans.

Ég er ég og þú ert þú og sjúbaddíbú...

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Gott fólk

Ég svara aldrei keðjubréfum..en ég les þau stundum. Sum eru betri en önnur. Vel má vera að þessi saga sé ekki sönn, það skiptir ekki máli...boðskapurinn er góður engu að síður.


One day, when I was a freshman in high school,
I saw a kid from my class was walking home from school.
Hisname was Kyle. It looked like he was carrying all of his books.
I thought to myself, "Why would anyone bringhome all his books on a
Friday? He must really be a nerd."

I had quite a weekend planned (parties and a football game with my
friends tomorrow afternoon), so I shrugged my shoulders and went on.
As I was walking, I saw a bunch of kids running toward him. They ran at him, knocking all his books out of his arms and tripping him so he landed in the dirt.
His glasses went flying, and I saw them land in the grass about ten feet
from him.

He looked up and I saw this terrible sadness in his eyes
My heart went out to him. So, I jogged over to him and as he crawled
around looking for his glasses, and I saw a tear in his eye. As I handed him his glasses, I said, "Those guys are jerks. They really should get lives.

He looked at me and said, "Hey thanks!" There was a big smile on his face.
It was one of those smiles that showed real gratitude. I helped him pick up his books, and asked him where he lived.

As it turned out, he lived near me, so I asked him why I had never seen
him before. He said he had gone to private school before now. I would never have hung out with a private school kid before.

We talked all the way home, and I carried some of his books. He turned out to be a pretty cool kid. I asked him if he wanted to play a little football with my friends.

He said yes.

We hung out all weekend and the more I got to know Kyle, the more I
liked him, and my friends thought the same of him. Monday morning came, and there was Kyle with the huge stack of books again.

I stopped him and said,"Boy, you are gonna really build some serious
muscles with this pile of books everyday!" He just laughed and handed me half the books. Over the next four years, Kyle and I became best friends.

When we were seniors, we began to think about college. Kyle decided onGeorgetown, and I was going to Duke. I knew that we would always befriends, that the miles would never be a problem. He was going to be a doctor, and I was going for business on a football scholarship.

Kyle was valedictorian of our class. I teased him all the time about being a nerd.
He had to prepare a speech for graduation. I was so glad it wasn't me having to get up there and speak Graduation day, I saw Kyle. He looked great. He was one of those guys that really found himself during high school. He filled out and actually looked good in glasses. He had more dates than I had and all the girls loved him.

Boy, sometimes I was jealous.

Today was one of those days. I could see that he was nervous about his speech.
So, I smacked him on the back and said, "Hey, big guy, you'll be great!" He looked at me with one of those looks (the really grateful one) and smiled. "Thanks," he said. As he started his speech, he cleared his throat, and began "Graduation is a time to thank those who helped you make it through those tough years. Your parents, your teachers, your siblings, maybe a coach...but mostly your friends...

I am here to tell all of you that being a friend to someone is the best
gift you can give them. I am going to tell you a story."

I just looked at my friend with disbelief as he told the story of the
first day we met.

He had planned to kill himself over the weekend. He talked of how he had cleaned out his locker so his Mom wouldn't have to do it later and was carrying his stuff home.
He looked hard at me and gave me a little smile. "Thankfully, I was saved. My friend saved me from doing the unspeakable." I heard the gasp go through the crowd as this handsome, popular boy told us all about his weakest moment.

I saw his Mom and dad looking at me and smiling that samegrateful smile.
Not until that moment did I realize it's depth.

Never underestimate the power of your actions.

With one small gesture you can change a person's life.

For better or for worse. God puts us all in each other's lives to impact one another in some way.

Look for God in others.

Þolinmæðin og þrautirnar

7:45
- Mamma, hvað getur dýnamít sprengt mikið?
- Ég veit það ekki. Ég veit ekkert um dýnamít.
- Myndi það sprengja hurðina?
- það fer kannski eftir því hvað þú ert með mikið.
- Bara eitt dýnamít
- Já, örugglega og kannski aðeins meira til
- Herbergið mitt líka?
- kannski, ég veit það ekki. Þú verður að spyrja einhvern annan um þetta.

17:00
- Mamma, ef maður ætlar að sprengja hús með dýnamíti, hvað þarf maður þá mikið af dýnamíti?
- Ég veit það ekki..ég var búin að segja þér að ég kann ekkert á svona dýnamít. Þú verður að spyrja einhvern annan um þetta.


20:00
- Mamma, hvort er öflugra dýnamít eða basúkka?
...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

puðið...

ohh hvað ég þarf að horfa á Amelie núna...

Allur er varinn góður

Ég er að velta því fyrir mér hvort mér sé bráðum að verða óhætt að fara yfir á sumardekk? Annars er mér farið að þykja ósköp vænt um malið í nagladekkjunum.
Spurning um að sjá hvað ég kemst upp með?

Hvernig vissu þau?

Ég er svo standandi bit!

VOG 23. september - 22. október
Vogin er í góðu skapi í dag og vill líklega taka sér langa pásu í vinnunni fyrir vikið. Hana langar að stinga af og gera eitthvað nýtt eða gera uppreisn.

Eftir smá umhugsun er ég að hugsa um að gera uppreisn, frekar en að gera eitthvað nýtt. Langar til að hrista aðeins upp í liðinu!

mánudagur, apríl 25, 2005

af mönnum

Ég horfði örlítið á sunnudagsbíómynd ruv í gær. Frönsk um konu að nafni Carmen. Ég nennti nú ekki að horfa á hana til enda, en sá þó nóg til að sjá að Carmen var skapmikil og heitfeng kona.

Hvað er málið með frönsku konurnar í bíómyndunum?

Þær eru meira og minna geðveikar. Skapofsamanneskjur, sem víla það ekki fyrir sér að skera útlimi af ástmönnum sínum - svona til að undirstrika ást sína á þeim. Þegar þær eru ekki að kasta hlutum í veggi, eða skera útlimi, sitja þær þóttafullar með stút á vörum - hvort sem það er heima við eða á kaffihúsum.

Nú gæti maður haldið að það væri einmitt svona sem franskar konur eru. Það má svosem vel vera að það fyrirfinnist frönsk stúlka sem hagi sér eins og fordekraður, misþroska krakki...ég hef svo sem ekki hitt allar franskar konur í heiminum. En ég hef hitt nokkrar.

Þegar ég bjó í Frakklandi voru frönsku stelpurnar ósköp ljúfar og góðar (að sjá) reyndar með voða sætan stút á munninum en alveg ægilega stilltar. Ég sá aldrei blómavasa fjúka og flestir karlmenn voru með alla sína útlimi. Ekki drukku þær mikið á almannafæri - voru frekar í gosinu.

Ég man einu sinni eftir að hafa hitt franska stelpu sem var vel í glasi. (það var einmitt í annað af þessum tveimur skiptum sem ég kíkti á næturlífið á meðan ég dvaldi í landi rómantíkur). Hún og kærastinn hennar voru alveg ótrúlega hress og skemmtileg. Full? tjahh..við myndum sjálfsagt setja þau bæði í flokkinn: "aðeins rúmlega í glasi". Á meðan að á spjalli okkar stóð, var mikið hlegið. Þegar parið var að fara, baðst kærastinn hins vegar afsökunar á unnustu sinni..hún væri svo drukkinn.

Ég hef ekki enn séð það gerast á Íslandi. Það er meira svona: færðu þig hálvitinn þinn, kærastan mín þarf að æla!

sunnudagur, apríl 24, 2005

semelíudemantar

Ég er búin að komast að því að maðurinn með skjaldamerkið þjáist af mjög einkennilegri puntuþörf.
Í dag var hann kominn með flennistóra "demantslokka" í eyrum, svona eins og DB. Nema að það er nokkuð ljóst að tattúgaurinn á ekki alveg eins mikið af aur og fyrirmyndin. Ég sat um 3 metra frá honum, gleraugnalaus, og sá nokkuð greinilega að þeir voru alveg ekta semelíusteinar.

Hins vegar heyrði ég hann tala þýsku og það fannst mér mjög merkilegt. Þetta er náttúrulega hrein snilld!

laugardagur, apríl 23, 2005

Vandræðagangur á föstudegi

Við mæðginin vorum á gangi á leið heim úr skólanum:

Sverrir: mamma, ég tel að hún Sóley sé skotin í mér.
Jóda: Já, er það. Af hverju heldur þú það?
S: ég bara tel það.
J: ok. hvernig er hún?
S: hún er brúnust í bekknum. (hún er svört)
J: nei, ég var ekki að meina það..hvernig er hún við þig?
S: bara fín.

Svo keyrðum við í Bónus. Við vorum eitthvað að ræða um börn sem eru í maganum á mömmum sínum og frumur sem breytast í börn og af hverju fólk segir ekki frá því að það eigi von á barni fyrr en eftir einhvern tíma. Ég var nokkuð ánægð hvernig mér tókst að tala um þetta án þess að "drepa barnið". Eftir stutta þögn heyrist úr aftursætinu:

S: ég hef aldrei séð fólk ríða!
J: ha? nei, það er nú bara eðlilegt. Fólk gerir þetta venjulega svona eitt og sér. Helst ekki á almannafæri. (ákvað alveg að sleppa að fara út í einhver smáatriði þarna)
S: Hvar ríður fólk?
J: (úff..förum við ekki bráðum að verða komin..ætli sé eitthvað gott í útvarpinu?) Fólk..jahh..ég veit það ekki.. (yeah rigth) kannski bara í rúminu sínu.. fólk stundar kynlíf í rúminu sínu. (fannst þetta ríðu orð ekki alveg vera málið)
S: maður getur samt séð það, ef maður er með kíki.
J: já, en það er bannað. Maður á ekki að horfa á annað fólk stunda kynlíf, það er dónaskapur.
S: Hvar ríður þú?

Þegar hér var komið við sögu var mér farið að líða vægast sagt illa og fannst allt í einu eins og ég væri hin mesta tepra.

J: jahh... bara..hmm..ég veit það ekki..
S: hvar riðuð þið pabbi?
J: (sá allt í einu fyrir mér aðstæður sem ég taldi að ekki væri hollt fyrir barnið að fá lýsingar á) bara...hmm..

Leit í baksýnisspegilin svona til að sjá glottið á barninu, sem virðist vera með sama svarta húmorinn og móðirin..en hann sat grafalvarlegur og var bara að afla sér upplýsinga

S: mannstu það ekki?
J: ha..jújú... nei sérðu við erum komin..reyndu að finna stæði!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Súkkulaði og drullusokkar

Fór og kvaddi veturinn í gær. Þessi vetur er búinn að vera merkilegur að mörgu leiti. Mjög lærdómsríkur og þroskandi en að sama skapi afskaplega fljótur að líða.

Hitti mann sem sagði mér frá því þegar hann fór í Hagkaup til að kaupa drullusokk og endaði með því að kaupa "i love you" súkkulaði handa konunni sinni. Hann fékk aðsvif og endaði með súkkulaðið í lófanum. Reyndar keypti hann drullusokkinn líka. 340 krónur...

þá allt í einu fór ég að spá: Af hverju í ósköpunm er maður að hanga á börum og dansiböllum í leit að hinum eina sanna drullusokki? Leggja í ófrádráttarbæran kostnað, eins og snyrtivörur, fatnað og áfengi.. Endalaust prófa nýja drullusokka... þegar maður getur fengið hinn fullkomna í Hagkaupum á aðeins 340 krónur???

Hitti líka konu sem sagði mér að þegar hún hafi sest niður eftir matinn, til að ná restinni af fréttunum, hafi maðurinn hennar komið með kaffi og sett við hliðina á bollanum innpakkað súkkulaði sem á stóð "i love you". Fyrsta hugsunin hennar var "þú kannt ekki að vera rómantískur, hver sagði þér eiginlega að gera þetta?" en hún sagði það ekki, stóð bara upp, kyssti manninn sinn og sagðist líka elska hann.

... seinna heyrði ég mann segja: ég meina, þó ég hafi skrifað það í dagbókina mína, að vera rómantískur þennan dag, þá þýðir það ekki að ég sé það ekki!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Af rauðum eldingum

Ég fékk símtal frá Gallup um daginn. Kona að nafni Margrét tilkynnti mér að ég hefði verið dregin út til að taka þátt í rýnihóp. Svo upphófst mikil ræða um hvað ég fengi mikið af kaffi og kruðeríi ef ég kæmi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að tala og hef skoðanir á hinum ýmsustu hlutum og ligg sjandast á þeim, þannig að ég vildi fá að vita hvað þessi rýnihópur ætlaði að tala um?

Jú hann átti að ræða um verkalýðsfélög og ASÍ...hvort þessi félög ættu rétt á sér og svo framvegis... *hóst hóst* svo heldur hún áfram að sannfæra mig um að koma. Ég fengi líka hressingu og úttekt í Smáralindinni.

Ég reyni eins og ég get að koma því að að ég VILDI koma, ég þurfti bara að fá að vita hvenær ég ætti að mæta. Skítt með þessa hressingu og úttektina. (ég var líka mjög spennt að sjá hvaða skoðun hinir hefðu á verkalýðsfélögum)

Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Við fórum í leiki og hópurinn náði svo vel saman að við ákváðum að hittast aftur eftir mánuð. Hressingin var góð og kaffið ágætt. Ávísunin var í formi korts - svona debetkorts.

Í gær fór ég svo og fjárfesti. Ég notaði inneignina til að kaupa mér hlaupagræjur. Ég þurfti reyndar að borga aðeins á milli, en það er nú bara eins og það er.

Loksins tók ég af skarið og keypti mér svona hlaupajakka. Vatns og vindþéttan, sem andar sjálfur. Eldrauðan. Fékk líka nýjar buxur og sokka. Loksins komin í stílinn og ákvað því að fara að haga mér eins og alvöru hlaupari.

Ég ætla ekki að lýsa því hvað var gott að hlaupa í þessu átfitti og hvað ég var flott í þessum jakka. Þvílíkur munur. Þvílíkur hraði.

Ef ég héti Rauða eldingin, bæri ég sko nafn með réttu

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Madonnabest

Þeir sem hafa velt því fyrir sér af hverju ég er með netfangið madonnabest... geta hætt því núna!

lyklar

Það er ekki alltaf allt í drasli hjá mér, bara stundum. Ég er orðin mun huggulegri í umgengni en ég var á árum áður. Í gamla daga leið mér best þegar var drasl í kringum mig. Gat ekki lært nema helmingurinn af fötunum mínum væri á gólfinu, og hinn helmingurinn væri dreyfður um rúm og stóla.

Í dag, get ég helst ekki lært nema að allt sé í röð og reglu. ok næstum því allt. (maður verður nú að halda í örlítinn part af viltu hliðinni sinni)

Það virðist samt ekki skipta nokkru máli hvort það sé drasl eða ekki í kringum mig, stundum á ég mjög erfitt með að finna hluti. Gleraugun mín eru gott dæmi. Ég týni þeim amk einu sinni á dag. þá erum við að tala um að týna þeim. Ég finn lyklana mína sjaldnast í fyrstu atrennu, þegar ég er á útleið og aldrei ef ég er að flýta mér. Af öllu mínu stöffi virðist ég sjálf, prívat og persónulega, oft á tíðum vera týndust af öllu..

en stundum koma hlutirnir samt svo áreynslulaust til mín að það er eiginlega átakanlegt.

Ég var í gufu í gær og þá fékk ég allt í einu stein í hausinn, eða eldingu eða kannski fór þokan bara.. ég veit það ekki..

Ég amk skildi allt í einu hvað ég vildi. Mér leið eins og að lífið hefði ekki bara tekið nýja stefnu, heldur var ég allt í einu komin á einhvern annan veg.

Ég upplifði eitt af stóru mómentunum mínum í gær.

Agalegt að hugsa til þess að á svona merkilegum tímapunkti hafi ég verið með brúnflekkótta leggi - muna: aldrei setja á sig brúnkukrem á síðustu stundu...í lítilli birtu. Amk ekki ef á að leysa lífsgátuna nokkrum dögum seinna.

mánudagur, apríl 18, 2005

Feministar

Ég kenni mig við móður mína og er mjög stolt af því nafni sem ég ber. Ég tók þessa ákvörðun eftir margra ára umhugsun og miklar vangaveltur. Þrítug fór ég að standa í því að hringja í hinar ýmsustu stofnanir og láta vita að ég væri nú Margrétardóttir (sem ég hef þó verið alla tíð).

Flestir taka þessu með besta móti. Spyrja kannski hver ástæðan sé. Ég hef reyndar verið spurð að því hvort að það kæmi til greina að svissa aftur yfir...svona ef ég myndi taka kallinn í sátt aftur. Rétt eins og ég hafi tekið upp á þessu, gagngert til að stuða hann. Mergurinn málsins er að hann kemur þessu ekkert við. Það er heila málið.

Ég fór í atvinnuviðtal um daginn. Eins og gefur að skilja var ég spurð margra spurninga. Að mínu mati ekki allar jafn viðeigandi. Ég var t.d. spurð að því hvort ég væri ekki þeirrar skoðunnar að hlaup væru slæm fyrir líkamann. Nokkrar í þessum flokki komu, en áhugaverðust var þó spurninginn hvort ég væri feministi?

Ég náði einhvernvegin að klóra mig fram úr þeirri spurningu án þess að vera dónaleg (vona ég) en þó líka án þess að afneita skoðunum mínum. Seinna var ég á spjalli við lokaverkefnisleiðbeinanda minn. Við erum eitthvað að ræða um mína björtu framtíð og hvernig mér gangi í atvinnuleitinni. Hann kemur þá inn á þetta með kenninafnið mitt. Hann sagði að það væri alveg pottþétt eitthvað sem allir myndu taka eftir og setja spurningarmerki við.

Er ég þessi reiða rauðsokka? Hata ég alla karlmenn? Er ég kannski lesbía? Hvað er málið?

Ég fór heim og eins og svo oft áður, lagðist ég niður og fór að hugsa. Ég man alveg eftir því þegar ég tók fyrst eftir konum sem kenndu sig við mæður sínar. Alltaf tengdi ég þær að einhverju leiti við kvennabaráttuna. Hvort sem það voru mæðurnar sjálfar sem stóðu fyrir því að breyta nöfnum dætra sinna eða þeirra sjálfstæða ákvörðun. Oftar en ekki hef ég líka tengt þetta við, þó það væri ekki nema örlitla, reiði.

Svo fór ég að hugsa um strákana. Ég hugsaði um Heiðar Helguson, Jón Sæmund Auðarson og fleiri til. Þetta eru ekki reiðir feministar. Þetta eru töff strákar. Þeir lenda ekki í því í atvinnuviðtölum að vera spurðir að því hvort þeir séu feministar. Ekki frekar en þeir lenda í því að vera spurðir hvort þeir hyggi á barneignir á næstu árum.

Ég verð stundum svo leið. Jafnréttisbaráttan okkar er svo stutt á veg komin að meira að segja það sú "feminíska" leið að skipta um kenninafn, er álitin kúl hjá strákum en öfgakennd hjá okkur stelpunum.

föstudagur, apríl 15, 2005

sjúkkit maður

Skólabróðir minn kom í heimsókn um daginn. Þegar hann er nýkominn inn segir hann:
Sb - Þú ert svolítið hrifin af bókum, sé ég.
J - Já, það er alveg rétt, þú ert naskur!
Sb - Ég var nú búin að sjá það á þér. Ég var einmitt að tala um það um daginn að þú værir örugglega mikil bókamanneskja. En það væri allt í lagi, því þú næðir að fela það ágætlega.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Perlur og svín

Í dag er ekkert heimili almennilegt heimili nema að sé til nóg af perlum, til að perla og hin ýmsustu perlform.
það er ekkert mjög langt síðan ég lét undan þessum þrýstingi, enda þrjósk með eindæmum. Við eigum þó dágott safn af perlum í öllum regnbogans litum og nokkur dýraform.
Stefnan er þó greinilega sett hærra ef mark er takandi á orðum sambýlismanns míns.

- mamma, þegar ég er búinn að eignast tvö svona stór kassalaga form og mikið af bláum perlum og mikið af gulum perlum, þá get ég sko perlað eitt. Á ég að sýna þér?

Svo fór hann inní herbergi og náði í "perlbókina" og sýndi mér flennistóra mynd af lógói fyrirtækisins, sem framleiðir perlið. Ég segi honum að hann geti líka alveg perlað nafnið sitt. En honum fannst það (til að byrja með) ekki alveg eins spennandi og að gera þetta lógó.

- Já, en þetta er FYRIRTÆKIÐ sem framleiðir perlið mamma!!!
- Já, en heldur þú að það væri ekki flott að perla nafnið sitt og setja það á hurðina? Þá getur þú merkt herbergið þitt!
- Já, það er sniðugt... og svo ef það koma bófar og ætla að stela íbúðinni okkar, þá er nafnið mitt á hurðinni og þá vitum við að við eigum íbúðina!!!
- ehe... já einmitt!
- Þá er betra að ég geri Sverrir Páll Einarsson, af því að það heitir það enginn nema ég.

Já, allur er varinn góður - ég segi nú ekki annað.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Svefn

Ég var að spjalla við skólasystur mína um daginn. Við hittumst í lesaðstöðu okkar, hún hafði verið að reyna að læra en ætlaði heim að leggja sig. Hún væri bara alveg handónýt. Svo þreytt að hún gæti varla haldið augunum opnum.
þetta skildi ég mjög vel. Spurði hana hvort henni finndist betra að leggja sig heima heldur en í skólanum?

Skólasystir mín: Ehe.. ég er nú ekki vön að leggja mig á daginn sko.
Ég svar mjög fljótt og ákveði: nei auðvitað ekki.
Svo brosi ég bara eins og við séum í sama liði og að leggja sig á daginn sé bara fyrir aumingja.

En á meðan ég brosi hugsa ég um það þegar ég legg mig á bókasafninu, á borðið þegar ég er að læra, í tímum (reyndar svolítið langt síðan ég hef gert það), í sófann minn, á lestarstöðum, í strætó, fyrir framan sjónvarpið, í baði, í matarboðum...

Málið er bara að ef ég sé kodda þá verð ég þreytt, ef ég sé ekki kodda ímynda ég mér að það sé koddi og ég verð þreytt.

Mér er það mjög minnisstætt þegar ég fór í fyrsta skipti til tannlæknisins míns, sem ég er hjá núna. Ég hafði alla tíð verið haldin alveg ferlegri tannlæknafóbíu og kviðið fyrir ferðum á tannlæknastofuna í margar vikur. Þessi tannlæknir var aðstoðartannlæknir míns tannlæknis. Ung og góðleg kona. Þar sem ég hafði dregið það mjög lengi að fara til tannlæknis voru einhverjar holur sem þurfti að bora í og laga.

Vildi ég deyfingu? þokkalega! Einu sinni fékk ég 5 deyfingar á sama stað en var svo stressuð að ég náði einhvernveginn að dofna lítið sem ekkert - sem er eins og gefur að skilja ekki gott.
jú, ég vildi svo sannarlega deyfingu.
Í fyrsta lagi fann ég ekki fyrir því þegar hún deyfði mig og í öðru lagi byrjaði ég strax að slefa...

Ég opna munnin og hún byrjar að bora...og hún borar og borar...
Reyndar alveg án þess að ég verði þess vör.

Seinna ranka ég við mér.
Ég opna augun og hún lítur á mig og segir: nei, góðan daginn!
Ég: ha? var ég sofandi???
Tannsi: sofandi! þú hraust!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Fattarinn í lagi

Ég held ég sé búin að ná þessu með að páskarnir hafi verið nemma í ár og það sé skýringin á því af hverju var ekkert páskahret þegar voru páskar!

Mér finnst að það ætti að koma lög sem segja: Hafi kona farið berleggjuð á dansæfingu, skal ekki snjóa fyrr en á vetri komandi.

Nú er komin enn meiri ástæða fyrir mig fyrir að reyna fyrir mér í pólitíkinni.

mánudagur, apríl 11, 2005

Uss...

Hvaða snillingi datt í hug að setja sjónvarpseríu í umferð, sem er stútfull af fallegu fólki, spennandi óvissu og góðu veðri - svona á prófatíma? og rétt fyrir sumarið!

Er ekki eftir nein tillitsemi í þessum heimi?

Velti því samt fyrir mér, hvort það sé tilviljun að það virðist bara fallegt og töff fólk hafa lifað þetta flugslys af - meira að segja feiti strákurinn er töff. Kannski er þetta sönnun á því að hæfasta fólkið lifi af og sagan segir að fallega fólkinu vegni betur í lífinu.

Kannski þessir þættir séu bara einhver vísindatryllir?

laugardagur, apríl 09, 2005

Bakarí og bakkelsi

Mér finnst voðalega notarlegt að fara út í bakarí um helgar. Stundum nenni ég að fara og stundum ekki. Ég nennti í morgun.
Gömul kunningjakona mín var á undan mér. Keypti eplapæ og súkkulaði köku og gerfirjóma. Þegar hún er komin með gerfirjómann í hendurnar, hallar hún sér að mér, lítur á mig, með annað augað dregið í pung og segir: Það er nú konunglegt brúðkaup!

Á meðan ég hljóp heim (til að missa ekki af athöfninni konunglegu) fór ég að hugsa um Díönu. Þegar ég fékk fréttirnar af dauða Díönu, var ég stödd út í bæ. Eðlilega brá mér óskaplega við þessar fréttir. Díana er ein af þessum manneskjum sem deyja ekki...amk ekki í bílslysi. Alveg ferlegt.

Mér var sagt að það væri verið að fjalla um þetta í sjónvarpinu. Uppfull angistar og sorg, hljóp ég af stað - til að missa ekki af þessu. Þegar ég var að stinga lyklinum í skrána heima hjá mér, mundi ég eftir því að ég átti ekki sjónvarp!

Eru orðin til alls fyrst?

Ég talaði við félaga minn um daginn. Hann var að forvitnast um ástarmálin mín. Mér fannst frekar undarlegt að hann væri að gera það, þar sem hann er fyrrum einhverskonar elskhuga/félaga/hvaðsemþaðnúheitir.
Eftir nánari athugun kom í ljós að hann var að lesa bloggið mitt og hafði séð að ég væri í 2ja mánaða bindindi. Markmiðið með spurningunni var í raun að hanka mig á því að hafa klúðrað því. Ég verandi þessi klára stelpa sá við honum og hélt mínu striki.
Í þessu samtali okkar viðurkenndi hann að vera að lesa bloggið mitt í fyrsta skipti í langan tíma, í raun hafði hann hætt að lesa bloggið mitt þegar við hættum að "tala saman". Hann sagði að bloggið mitt væri svo perónulegt að honum hafi fundist hann hafi verið að hnýsast í mín einkamál með því að lesa það.

Mér fannst það undarleg afsökun á áhugaleysi í minn garð. En mér er sama. Ef hann langar ekki, langar hann ekki og er það allt í lagi.

En varðandi persónulegheitin. Auðvitað er bloggið mitt persónulegt. Ég persónulega nenni ekki að lesa blogg sem er ekki persónulegt. Það þarf ekki að vera satt. það þarf bara að vera persónulegt.

Mér hefur alltaf þótt texti skemmtilegt fyrirbæri. Endalausar deilur um hver eigi textann sem skrifaður er og hver hafi rétt til að túlka hann og á hvaða hátt. Auðvitað meina ég eitthvað þegar ég skrifa orðin mín. En ekki endilega það sem þú lest úr þeim. Þegar þú lest um blæðandi álfahjörtu, ímyndar þú þér að ég liggi í hjartasári í lautinni minni og blóðið leki innan um beinin mín. Kannski er það rétt og kannski ekki.
Svo ferðu að hugsa um þitt blæðandi hjartasár eða þau hjörtu sem þú blæddir.
Þegar ég skrifa um einhvern sem elskar einhvern, þá heldur þú að ég sé að tala um mig. Kannski er það rétt, en kannski ekki. Svo ferð þú að hugsa um ástina þína, eða þessa ást sem þú finnur aldrei, sama hvað og hvar þú leitar.

Kannski langar mig bara til að fá þig til að hugsa, ekkert endilega um mig, bara hugsa.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hvaða bull er þetta?

Sá á forsíðu málgagnsins að verið sé að vinna að gerð starfslokasamnings fyrir Auðun. Inní blaðinu fjallar Ingi Rúnar Eðvarsson um mannauðsstjórnun og mikilvægi þess að gæta fagmennsku í starfsmannavali. Mæli auðvitað með því fyrir alla, sem ekki skilja útá hvað mannauðsstjórnun gengur að lesa þessa grein - gefur örlitla innsýn inn í þennan galdraheim. Athuga ber þó að þetta er alls ekki tæmandi lýsing.

Ef Auðun fær starfsloka samning er mér allri lokið. Kannski þetta hafi ekki verið svo bilaðar vangaveltur hjá syni mínum fyrir nokkrum árum? Getur verið að ég hafi áður sagt þessa sögu hér, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin og saga sögð:

Mig minnir að það hafi verið starfslokasamningur forstjóra símans sem hristi allrækilega upp í landanum. Hin bráðfyndna Spaugstofa gerði að sjálfsögðu grín að þessu málefni, enda skondið með afbrigðum. Sverrir horfir á þáttinn (var það ungur að hann horfði á endursýninguna um morguninn, var farinn að sofa þegar frumsýningin var) - Seinna um daginn erum við að keyra og hann spyr mig hvað starfslokasamningur sé. Ég útskýri fyrir honum að maður fái stundumstarfslokasamning þegar maður hættir í vinnu sem maður hefur unnið í (sleppi leiðinlegu smáatriðunum), samningurinn feli í sér peningagreiðslu en mismunandi sé hvað samningurinn sé feitur. Fari svolítið eftir því hvað klúðrið er stórt.

Seinna um daginn er pilturinn kominn til pabba síns. Þeir feðgar eru eitthvað að gaufa saman og þá heyrist í þeim styttri:
- Pabbi, hvenær fæ ég starfslokasamning?

Einhvernveginn finnst mér eðlilegra að 3-4 ára gamallt barn láti sér detta þetta í hug, frekar en fullorðinn maður. Ég hló að syni mínum, en mér er ekki hlátur í huga í dag.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Magasultur

Er þetta ekki dæmigert? Daginn eftir að ég tek ákvörðun um að vera ekki í neinu strákastandi í tvo mánuði, er mér boðið í mat og fæ upphringingu...ekki frá sama aðila. Velti þessu fyrir mér í smá stund, og komst að þeirri niðurstöðu að þetta þyrfti ekki að þýða að ég væri að ganga á bak orða minna. Allir þurfa á endanum að borða og hvaða sök er að tala smá í síma?

Hef annars fundið hið fullkomna marmelaði. Appelsínu og engifer. Fór tvær aukaferðir inn í ískáp í morgun til að sækja meira.

...eftir á að hyggja, gæti það verið ófullkomnun. Fullkomnunin væri þá falin í því að maður borðaði ekki yfir sig af því? Ekki of gott, bara mátulega gott.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Stressaða týpan

Halldóra hringdi í mig. Gat ekki farið með lánið í þinglýsingu. Hún sagði að það væri nefninlega ekki búið að þinglýsa afsalinu af íbúðinni. Kommon.
Hvað liggur á?
Það eru ekki nema 6 ár síðan ég keypti hana. Þvílíkt stess í einni!!!

Lífið á læknisstofunni

Hringdi í lækninn áðan, tölvan er enn lasin og er á biðlista. Hann sagði að reyndar væri hún komin framarlega á listann og mögulega myndi læknirinn sjá sér fært að kíkja á hana í dag. Ég myndi örugglega fá hana heim fyrir helgi.

Úff...

Þetta er miklu erfiðara en síðast. Ég held að ég sé pínulítið háð því að vera með tölvu í fanginu.

Er annars alveg á fullu að gera skemmtilega hluti í lífinu mínu þessa dagana. Pælingar í kringum atvinnuleysi verða meira og meira spennandi og ég veit ekki alveg hvernig þetta endar. Kannski ég fari í svona leiðangur og skrái mig atvinnulausa og stimpli mig og allt...svona til að fá upplifunina á því hvernig þetta í raun er? Mér skilst að það sé eina leiðin til að finnast maður vera að gera "alvöru" rannsókn.

En það væri samt eins og ég blandaði ferlið með sápu, af því að ég er ekki atvinnulaus, heldur á námslánum...sem eru, eftir á að hyggja, lægri en atvinnuleysisbætur... þannig að kannski er ég að upplifa þetta að einhverju leiti?

Well...

Búin að fá nokkrar skemmtilegar hringingar og skilaboð. Ánægjulegustu skilaboðin hafa án efa verið þau sem komu frá henni Halldóru minni (í Landsbankanum) - hún sagði mér að eftir "svindlið/hagræðinguna" okkar hafi ég algjörlega runnið í gegnum greiðslumatið. Ég get semsagt keyrt um á Volvonum mínum í nokkur ár í viðbót - og er ég þakklát fyrir það.

Er annars búin að taka stóran þroskakipp síðustu daga... er loksins komin með hár á leggina.
Meira um það seinna.

föstudagur, apríl 01, 2005

Cold turkey

Er að fara með tölvuna mína til læknis, eina ferðina enn.
Verð líklegast ekki í miklu tölvusambandi þangað til að hún kemur heim aftur.

Hallæri

Teppastrákarnir eru mættir og byrjaðir að rífa gamla garminn af gólfinu. Mikið held ég að doktorinn verði feginn. Hann sagði nefninlega á húsfundi um daginn að hann hefði ekki getað náð sér í konu í langan tíma, vegna þess hvað gangurinn okkar væri ógeðslegur.
Ég benti honum á að hann væri greinilega að reyna við kolvitlausar stelpur. Mér gengi mjög vel (er reyndar að reyna við stráka en ekki stelpur og gæti skýringin legið þar) ... Áður en við komum inn í hús, segi ég einfaldlega að ég vilji leika og bind fyrir augun á þeim... einhverra hluta vegna finnst þeim það bara mjög spennandi.

Þurfti að rýma forstofuholið mitt. 16 yfirhafnir og þá tel ég ekki Sverris með. Ég taldi ekki skóna, enda sorglega fáir..í mesta lagi 15 pör...allra mesta lagi...

Birgðrarstaðan er í augljóslega í algjöru hættuástandi!