englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Af rauðum eldingum

Ég fékk símtal frá Gallup um daginn. Kona að nafni Margrét tilkynnti mér að ég hefði verið dregin út til að taka þátt í rýnihóp. Svo upphófst mikil ræða um hvað ég fengi mikið af kaffi og kruðeríi ef ég kæmi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að tala og hef skoðanir á hinum ýmsustu hlutum og ligg sjandast á þeim, þannig að ég vildi fá að vita hvað þessi rýnihópur ætlaði að tala um?

Jú hann átti að ræða um verkalýðsfélög og ASÍ...hvort þessi félög ættu rétt á sér og svo framvegis... *hóst hóst* svo heldur hún áfram að sannfæra mig um að koma. Ég fengi líka hressingu og úttekt í Smáralindinni.

Ég reyni eins og ég get að koma því að að ég VILDI koma, ég þurfti bara að fá að vita hvenær ég ætti að mæta. Skítt með þessa hressingu og úttektina. (ég var líka mjög spennt að sjá hvaða skoðun hinir hefðu á verkalýðsfélögum)

Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Við fórum í leiki og hópurinn náði svo vel saman að við ákváðum að hittast aftur eftir mánuð. Hressingin var góð og kaffið ágætt. Ávísunin var í formi korts - svona debetkorts.

Í gær fór ég svo og fjárfesti. Ég notaði inneignina til að kaupa mér hlaupagræjur. Ég þurfti reyndar að borga aðeins á milli, en það er nú bara eins og það er.

Loksins tók ég af skarið og keypti mér svona hlaupajakka. Vatns og vindþéttan, sem andar sjálfur. Eldrauðan. Fékk líka nýjar buxur og sokka. Loksins komin í stílinn og ákvað því að fara að haga mér eins og alvöru hlaupari.

Ég ætla ekki að lýsa því hvað var gott að hlaupa í þessu átfitti og hvað ég var flott í þessum jakka. Þvílíkur munur. Þvílíkur hraði.

Ef ég héti Rauða eldingin, bæri ég sko nafn með réttu