englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, apríl 11, 2005

Uss...

Hvaða snillingi datt í hug að setja sjónvarpseríu í umferð, sem er stútfull af fallegu fólki, spennandi óvissu og góðu veðri - svona á prófatíma? og rétt fyrir sumarið!

Er ekki eftir nein tillitsemi í þessum heimi?

Velti því samt fyrir mér, hvort það sé tilviljun að það virðist bara fallegt og töff fólk hafa lifað þetta flugslys af - meira að segja feiti strákurinn er töff. Kannski er þetta sönnun á því að hæfasta fólkið lifi af og sagan segir að fallega fólkinu vegni betur í lífinu.

Kannski þessir þættir séu bara einhver vísindatryllir?