englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Magasultur

Er þetta ekki dæmigert? Daginn eftir að ég tek ákvörðun um að vera ekki í neinu strákastandi í tvo mánuði, er mér boðið í mat og fæ upphringingu...ekki frá sama aðila. Velti þessu fyrir mér í smá stund, og komst að þeirri niðurstöðu að þetta þyrfti ekki að þýða að ég væri að ganga á bak orða minna. Allir þurfa á endanum að borða og hvaða sök er að tala smá í síma?

Hef annars fundið hið fullkomna marmelaði. Appelsínu og engifer. Fór tvær aukaferðir inn í ískáp í morgun til að sækja meira.

...eftir á að hyggja, gæti það verið ófullkomnun. Fullkomnunin væri þá falin í því að maður borðaði ekki yfir sig af því? Ekki of gott, bara mátulega gott.