englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Lífið á læknisstofunni

Hringdi í lækninn áðan, tölvan er enn lasin og er á biðlista. Hann sagði að reyndar væri hún komin framarlega á listann og mögulega myndi læknirinn sjá sér fært að kíkja á hana í dag. Ég myndi örugglega fá hana heim fyrir helgi.

Úff...

Þetta er miklu erfiðara en síðast. Ég held að ég sé pínulítið háð því að vera með tölvu í fanginu.

Er annars alveg á fullu að gera skemmtilega hluti í lífinu mínu þessa dagana. Pælingar í kringum atvinnuleysi verða meira og meira spennandi og ég veit ekki alveg hvernig þetta endar. Kannski ég fari í svona leiðangur og skrái mig atvinnulausa og stimpli mig og allt...svona til að fá upplifunina á því hvernig þetta í raun er? Mér skilst að það sé eina leiðin til að finnast maður vera að gera "alvöru" rannsókn.

En það væri samt eins og ég blandaði ferlið með sápu, af því að ég er ekki atvinnulaus, heldur á námslánum...sem eru, eftir á að hyggja, lægri en atvinnuleysisbætur... þannig að kannski er ég að upplifa þetta að einhverju leiti?

Well...

Búin að fá nokkrar skemmtilegar hringingar og skilaboð. Ánægjulegustu skilaboðin hafa án efa verið þau sem komu frá henni Halldóru minni (í Landsbankanum) - hún sagði mér að eftir "svindlið/hagræðinguna" okkar hafi ég algjörlega runnið í gegnum greiðslumatið. Ég get semsagt keyrt um á Volvonum mínum í nokkur ár í viðbót - og er ég þakklát fyrir það.

Er annars búin að taka stóran þroskakipp síðustu daga... er loksins komin með hár á leggina.
Meira um það seinna.