englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, mars 27, 2005

Eitur

Ég er búin að reyna í nokkurn tíma að losa um æxlið. Það hefur gengið erfiðlega. Ég vissi ekki að æxli væru úr teygjanlegu efni. Það er undarleg tilfinning að finna það sem maður reynir að losa líkama sinn við, skjótast aftur inn, eins og gormur sem neitar að þjóta út í buskann.
Ég fann búrhnífinn og skar og skar. Langt síðan ég notaði hann, sargar smá. Ekki mikið, enda ekki svo langt. Svo byrjaði ég að ýta.
Út með þig helvítis æxli. Ég vil ekki sjá þig meir. Aldrei. Aldrei. Aldrei.

Hvað er þetta? Er þetta lyktin af þér?

Aldrei. Aldrei. Aldrei.

Ég held á þér í lófanum. Eins og að halda á grænu hlaupi. Var það ekki meira magn en þetta, sem fyllti mig? Svo grænt. Eins og mygla en samt örlítið út í eitur.

Ég vona að ég hafi náð öllum rótunum.