englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, mars 22, 2005

Breytingar

Fór út að hlaupa í dag og endaði í pottinum í Vesturbæjarlauginni - hafði þó fataskipti áður en ég fór í pottinn. Hitti strák í pottinum sem ég er búin að kannast við í mörg ár. Við vorum að spjalla. Hann er búinn að vera á sjónum meira og minna síðustu 10 ár. Frændi hans er alltaf að reyna að fá hann til að stunda íþróttir með sér, en hann er búinn að týna íþróttagallanum og svo eru skórnir svo lélegir. Við hlógum að þessum skemmtilegu afsökunum og svo skellti hann sér í laugina og synti fjórar ferðir. Vildi ekki ofgera sér, svo langt síðan síðast.

Tók Notebook á vídeoleigunni. Falleg ástarsaga. Ég held áfram að trúa því að svona ást sé til og ég geti fundið hana. Það er eitthvað svo endalaust fallegt við tilhugsunina um sálufélaga.

Á leiðinni af leigunni keyrði ég Laugarveginn. Það er greinilega að koma vor. Fullt af fólki á gangi og nokkur slatti af útlendingum. Ég vissi ekki þegar ég sat á Kaffi tár um daginn, með mömmu, Kristjönu systur og Nonna stjúpa, að það væri í síðasta skipti sem ég gerði það í gamla lookinu. Við vorum einmitt að ræða hvað staðurinn væri skemmtilegur og sjarmerandi.
Núna er búið að rífa allt niður og sá ég glitta í gráa veggi.

Sverrir fékk páskaegg í pósti frá ömmu sinni, ég er ekki enn búin að fá neitt.
Var að hugsa um að kaupa mér eitt númer 2, svona fyrir málsháttinn...en eins og strákurinn benti réttilega á, þá eru þau alveg ÓTRÚLEGA lítil.