Unaðslegar stelpur!
Þessi helgi sem senn er á enda, er ein af skemmtilegustu helgum sem ég hef upplifað. Kóræfing á föstudaginn og ekki var leiðinlegt að vera með öllu þessu fólki sem á heima í útlöndum og á Akureyri. Ég held að það séu bestu partýmeðmæli sem hægt er að fá, þegar fólk kemur frá útlöndum, gagngert til að fara í partý hjá P&I.
Það fólk var sko ekki svikið.
Til að vera alveg viss um að fá sem mest út úr helginni, ákvað ég að halda matarboð á laugardaginn. Upprunalega planið var ... nei það var ekkert plan. Ekki nema að fá nokkrar skemmtilegar stelpur í mat. Og það tókst svo sannarlega.
"Skemmtilegar stelpur" er í raun understatement. Ég var enn brosandi þegar ég vaknaði í morgun. Ég hreinlega vissi ekki að það væri hægt að hlæja svona mikið. Var að kíkja í spegilinn og mér sýnist á öllu að ég þurfi ekki að gera magaæfingar út vikuna.
Var að reyna að finna út hver hápunktur kvöldsins hefði verið og ég hreinlega gafst upp. Við vorum svo skemmtilegar og auðvitað sætar að það virtist ekki nema eðlilegt framhald af öllu þegar var farið að tala um samkynhneygð, að allar vorum við sammála um að það væri miklu betra að kyssa stelpur en stráka og að í raun væri miklu betra að vera með stelpum - bara svona yfir höfðuð. Miklu mýkri og betri lykt af þeim. Á tímabili stefndi allt í það að 10 stelpur kæmu út úr skápnum. Held að niðurstaðan hafi verið sú að þetta mál yrði sett í gerjun og tekið fram aftur við tækifæri.
Þvílík heppni að þekkja svona konur.
<< Home