Gambling
Mér leið pínulítið eins og fjárhættuspilara í gær og áður en ég fór að sofa. Ég tók ekki þátt í rektorskostningunum. Hef samt alveg skoðun á því hver kemur til með að fá þetta embætti. Nennti bara ekki að færa mig á milli bygginga til að taka þátt. (Ekki frekar en að ég hafi farið að mótmæla langdregnu kennaraverkfalli í haust sem leið)
Þannig að þegar ég fór að sofa var ég spennnt. Ætli ég hafi unnið eða var kannski einhver augnlæknir orðinn skólastjóri í skólanum mínum?
Svo vakna ég og sé að þau tvö sem ég þurfti að taka afstöðu til, komust áfram í úrslit. Einhverra hluta vegna datt mér Idol í hug. Á að halda manni í einhverri spennu endalaust?
Kjósa aftur? Uhh... nú sýnist mér að ég komist ekki lengur upp með að loka augunum og bera fyrir mig leti. Ég hef það á tilfinningunni að um tvo gjörólíka stjórnendur sé að ræða.
Ætli ég þurfi ekki að leggjast í stjórnendafræðin um helgina og meta þessa einstaklinga út frá því?
Eða ætli sé kannski nóg fyrir mig að lesa auglýsinguna á starfinu og velja út frá því?
<< Home