englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, mars 09, 2005

Hahahahahahaha

Ég er búin að sitja sveitt undanfarna daga við það að reyna að skilja einhver hagfræði módel um atvinnuleysi og peninga og eitthvað annað dót. Ég er búin að lesa sömu blaðsíðurnar aftur og aftur og aftur en litlu bætt við skilninginn við hvern lestur.
Svo datt mér í hug að kíkja á eina skemmtilega hagfræðinginn sem ég þekki. Hann er ekki bara eini skemmtilegi hagfræðingurinn sem ég þekki, heldur er hann einn af skemmtilegustu mönnum sem ég þekki.

Allavegana

Ég fer til hans og sýni honum þetta og spyr hvort hann geti útskýrt þetta fyrir mér á mannamáli. Hann spyr mig á móti af hverju í ósköpunum ég sé að stúdera þetta. Hann sé búinn að vera að stúdera þessar kenningar í 15 ár og skilji þær ekki ennþá - og hann er nb prófessor í skólanum mínum.

Hann ráðlagði mér að sleppa þessu. En ef ég vildi endilega gera þetta, þyrfti ég fyrst að lesa eina bók og svo aðra og svo....
Ég sá fyrir mér 15 ár í einhverjum hagfræðipælingum, kyssti hann á ennið og þakkaði honum kærlega fyrir að hafa bjargað lífi mínu.