englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, mars 07, 2005

Sjálfsmynd

Mér líður svo undarlega. Nei annars, mér líður vel. Undarleikinn felst kannski í því hvað mér líður vel. Ég finn hvernig ég geng um í einhverju þæginlegu rými. Og í fyrsta sinn í langan tíma, geng ég um, ég svíf ekki. Það er gott að ganga, eignlega betra heldur en að svífa.
Á sama tíma og mér líður vel, veit ég að það er ekki sjálfgefið að þessi líðan endist. Samt finnst mér hún svo þétt. Svo massíf.
Ég held að ég sé alveg að verða fullorðin. Það styttist amk í það. Mér er alltaf að verða skýrari og skýrari í hausnum. Ég er veit ekki bara hvað ég vil ekki, heldur veit ég líka hvað ég vil.
Amk stundum.

Svo stundum vil ég það sem ég vil ekki og þá fara hlutirnir að vandast.