englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

laugardagur, mars 05, 2005

Sundhringir

Ég fór í sund í dag og komst að því að vinur minn með skjaldamerkið á bringunni, fer ekki bara í sund á sunnudögum.

Svo komst ég að því að það er betra að kæla sig niður áður en maður fer í gufu.

Ég var í sundi með tveimur góðum konum. Þær voru úti á galeiðunni í gærkvöldi. Hittu fyrir hóp af karlmönnum. Eða á ég að segja karlmenn? Ég veit ekki. Það fer eftir því hvernig maður skilgreinir karlmennsku. Hópur giftra manna. Allir nema einn tóku niður hringanna áður en þeir héldu út. Þeir voru að hneykslast á þessum eina sem hélt hringnum á puttanum.

Ég segi ekki meir...