englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

laugardagur, mars 12, 2005

Fallvölt frægð

Við mæðginin vorum í spurningaleik "mömmu og sverris" í gær. Sá sem er fyrstur að fá fimm stig vinnur. Dæmi um spurningar eru: Hvaða búð er með bláum stöfum? (rétt svar er BYKO). Erfiðast spurningin sem kom var: Hvaða staður byrjar á s?

Þrátt fyrir varnarorðin um að þetta væri mjög erfið spurning. Þá reyndi ég að svara. Gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir, án árangurs. Rétt svar var: Sólbaðsstofan Smart - En ekki hvað???

Þegar leik var lokið, tjáði sonur minn mér að hann hefði nú alveg getað haft þetta erfiðara. Hann hefði t.d. getað beðið mig að nefna eldpókemon. Við þessar upplýsingar komst ég í mikinn keppnisham og sagði honum að þá hefði ég spurt hann að því hver hafi skrifað "sjálfstætt fólk".

Eftir að hafa fengið að vita að tjarmilljon væri eldpókemon, sagði ég honum að Halldór Laxnes hafi skrifað Sjálfstætt fólk. Svo útskýrði ég fyrir honum hver sá maður er/var. Sagði honum frá Nóbelsverðlaununum og svona.

Sverrir: Þá er hann rosalega frægur!
Jóda: Já ætli það ekki.
S: það er ekkert gott að vera frægur
J: ha?
S: Eins og konungur rokksins. Hvað heitir hann aftur?
J: Elvis Presley?
S: Já. Hann var rosalega frægur og hann tók fullt af eiturlyfjum. Til að skemmta sér og sofa og svona og svo drapst hann.

....

S: það er í mesta lagi gott að vera frægur í svona 2-3 daga.