Að sjá fram í tímann
Við Sverrir vorum alveg að deyja úr forvitni með hvort við hefðum unnið miða á Kalla á þakinu eða bol með mynd af honum. Eftir mikla umræðu um hvort maður megi opna páskaeggin áður en páskarnir koma og vangaveltur yfir því hvað við værum eiginlega með mikið af súkkulaði inní eldhúsi, sagði sonurinn að ég mætti alveg opna mitt egg (samt ekki fyrr en ég var búin að segja honum að ég myndi auðvitað gefa honum með mér).
Fyrir þá sem ekki eru búnir að kaupa sér páskaegg, þá segi ég og skrifa að Freyju páskaegg, með kornkúlusúkkulaði, er lang lang besta páskaegg sem ég hef nokkurntímann á ævinni smakkað (og þá dreg ég heldur úr).
Málshátturinn er líka flottur:
Góður ræðumaður getur ekki borið sig saman við góðan hlustanda.
Ég er með smá móral yfir því að ég sé slæmt fordæmi fyrir barnið, en well...
<< Home