Kennarafundur
Ég hef ekki verið dugleg að mæla mér mót við leiðbeinandann minn. Var upphaflega hrædd um að honum þætti ég of ósjálfstæð í vinnubrögðum en núna er ástæðan annars eðlis.
Síðast þegar ég bað um fund, afboðaði ég á síðustu stundu...vegna veikinda. Var alveg svakalega slöpp allan daginn áður en fundurinn átti að vera - en undur og stórmerki gerðust strax og ég var búin að afboða...ég læknaðist.
Ég er búin að bóka fund með honum á morgun. Ég er með svo mikla hálsbólgu að ég get varla andað, hvað þá talað. Er samt að hugsa um að reyna að brjótast út úr þessu karma og láta slag standa.
Í versta falli morsa ég bara.
<< Home