Hallæri
Teppastrákarnir eru mættir og byrjaðir að rífa gamla garminn af gólfinu. Mikið held ég að doktorinn verði feginn. Hann sagði nefninlega á húsfundi um daginn að hann hefði ekki getað náð sér í konu í langan tíma, vegna þess hvað gangurinn okkar væri ógeðslegur.
Ég benti honum á að hann væri greinilega að reyna við kolvitlausar stelpur. Mér gengi mjög vel (er reyndar að reyna við stráka en ekki stelpur og gæti skýringin legið þar) ... Áður en við komum inn í hús, segi ég einfaldlega að ég vilji leika og bind fyrir augun á þeim... einhverra hluta vegna finnst þeim það bara mjög spennandi.
Þurfti að rýma forstofuholið mitt. 16 yfirhafnir og þá tel ég ekki Sverris með. Ég taldi ekki skóna, enda sorglega fáir..í mesta lagi 15 pör...allra mesta lagi...
Birgðrarstaðan er í augljóslega í algjöru hættuástandi!
<< Home