Svefn
Ég var að spjalla við skólasystur mína um daginn. Við hittumst í lesaðstöðu okkar, hún hafði verið að reyna að læra en ætlaði heim að leggja sig. Hún væri bara alveg handónýt. Svo þreytt að hún gæti varla haldið augunum opnum.
þetta skildi ég mjög vel. Spurði hana hvort henni finndist betra að leggja sig heima heldur en í skólanum?
Skólasystir mín: Ehe.. ég er nú ekki vön að leggja mig á daginn sko.
Ég svar mjög fljótt og ákveði: nei auðvitað ekki.
Svo brosi ég bara eins og við séum í sama liði og að leggja sig á daginn sé bara fyrir aumingja.
En á meðan ég brosi hugsa ég um það þegar ég legg mig á bókasafninu, á borðið þegar ég er að læra, í tímum (reyndar svolítið langt síðan ég hef gert það), í sófann minn, á lestarstöðum, í strætó, fyrir framan sjónvarpið, í baði, í matarboðum...
Málið er bara að ef ég sé kodda þá verð ég þreytt, ef ég sé ekki kodda ímynda ég mér að það sé koddi og ég verð þreytt.
Mér er það mjög minnisstætt þegar ég fór í fyrsta skipti til tannlæknisins míns, sem ég er hjá núna. Ég hafði alla tíð verið haldin alveg ferlegri tannlæknafóbíu og kviðið fyrir ferðum á tannlæknastofuna í margar vikur. Þessi tannlæknir var aðstoðartannlæknir míns tannlæknis. Ung og góðleg kona. Þar sem ég hafði dregið það mjög lengi að fara til tannlæknis voru einhverjar holur sem þurfti að bora í og laga.
Vildi ég deyfingu? þokkalega! Einu sinni fékk ég 5 deyfingar á sama stað en var svo stressuð að ég náði einhvernveginn að dofna lítið sem ekkert - sem er eins og gefur að skilja ekki gott.
jú, ég vildi svo sannarlega deyfingu.
Í fyrsta lagi fann ég ekki fyrir því þegar hún deyfði mig og í öðru lagi byrjaði ég strax að slefa...
Ég opna munnin og hún byrjar að bora...og hún borar og borar...
Reyndar alveg án þess að ég verði þess vör.
Seinna ranka ég við mér.
Ég opna augun og hún lítur á mig og segir: nei, góðan daginn!
Ég: ha? var ég sofandi???
Tannsi: sofandi! þú hraust!
<< Home