englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

gæti ég fengið eina staka báru takk?

Ég reif niður flísar og byrjaði að mála...jú jú það var komið fram og raki í loftinu..jú jú, það var komið fram. Fann reyndar smá raka í vegg líka, en er ekki alveg búin að taka ákvörðun um hvort ég loki augunum fyrir því.

Múrinn sem var bak við flísarnar var eitthvað aumur og fór slatti af veggnum með flísunum. Ætlaði að spartsla í þetta en held að ég þrufi að múra. Er það ekki bara sandur og vatn og smá lím?

Eitthvað gengur brösulega að festa hurðina sem keypt var um daginn sem á að dekka þriggja ára gatið. Spurning um að fara bara í fyrstu lausnina? Setja tjald fyrir?

Ískápurinn minn byrjaði allt í einu að ýlfra. Ég skildi ekki alveg hvað var í gangi, datt helst í hug að þetta væru hávær mótmæli bjórleysi í þartilgerðumbjórrekka. En við nánari athugun kom í ljós að það voru klakataumar inní kælinum og frystihólfið var allt út í krapi (utan á skúffunum sem og inní þeim) og ýlfrið hélt áfram. Ég prófaði að slökkva á ísskápnum og eftir einhvern tíma hætti ýlfrið en krapið er ennþá. Ég er auðvitað ekki neinn sérfræðingur í ísskápum og er alls ekki að kaupa mér svoleiðis á hverjum degi, en ég held að þetta sé ekki alveg eðlileg framkoma hjá splunkunýjum ísskáp. Er að bíða eftir símtali frá ELKO.

Nágranni minn bankaði uppá í gærkvöldi
- Jóda, ertu búin að sjá kranann þinn inní þvottahúsi?
- ha? nei er hann eitthvað extra fínn?
- tja..

Ok. þrýsti jafnarinn er ónýtur. Tryggingin mín dekkar það ekki. Gólfið í þvottahúsinu er eins og vaðlaug fyrir litlar fætur eða stórfljót fyrir álfa. Spurning um að slá á þráðinn til píparanna minna og rifja upp gömul kynni?

Bíllinn minn er eitthvað búinn að ganga undarlega upp á síkastið. Fór og lét smurningamanninn kíkja á hann áðan. Sjálfskiptivökvinn lekur inn í vatnskassann. Þarf víst að skipta út því elementi og einhverri hosu og eitthvað. Það bullsauð á honum (þá meina ég bullsauð) og hann ýlfraði eins og nýr ískápur frá ELKO. Smurningamaðurinn bannaði mér að keyra á honum heim. Ég hlýddi, skildi hann eftir og smurningamaðurinn keyrði mig og sambýlismanninn heim. Þarf að hringja í Sævar bifvélavirkja og ath hvort honum þyki ennþá vænt um mig.

Ég var að panta mér tölvu í gær...
veit ekki alveg hvort ég þori að sækja hana...