englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, ágúst 29, 2005

Af unnustum

-mamma ég á tvær kærustur núna.
- Ha?
- Já, Hildur þessi sem ég átti og svo Sólveig aftur, sem ég átti einu sinni
- Bíddu er það í lagi?
- Já, ég á bara eftir að segja Sólveigu það.
- Ha (ein ekki alveg að ná þessu) má maður eiga tvær kærustur?
- Já auðvitað, en maður má ekki giftast þeim báðum
- Má ég þá eiga tvo kærasta?
- Já, þú mátt bara ekki giftast þeim báðum
- Bíddu...(enn ekki alveg að fatta þetta) ertu viss um að þetta sé í lagi???
- já það er í lagi....
... veistu að maður þarf bara að læra litla "ð"...