englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, ágúst 26, 2005

Framkvæmdir

Fyrir nokkru síðan stofnaði ég eldhúsútibú í stofunni og byrjaði að rífa niður flísarnar í aðalútibúinu. Mér sóttist það verk vel en viðurkenni að sú vinna sem kom í kjölfarið hefur farið hægar af stað. Ætli megi ekki segja að ég hafi hreinlega verið upptekin í öðru.
En ég málaði jú loftið um daginn...
Þegar bleika málningin var þornuð og orðin hvít komu í ljós rakablettir...en ekki hvað. Auðvitað varð að vera eitthvað smá klikk.
Ég talaði við doktorinn og sagði honum að hætta að bursla svona í baðinu. Hann lofaði því og hringdi í tryggingafélagið og fékk pípara í heimsókn.
Haldið þið ekki að Sigmar hafi kíkt til hans og beðið fyrir kveðju til mín. Skilið eftir símanúmerið sitt hjá honum og sagt að ég mætti alveg bjalla, til að fá sérfræðiálit á rakablettunum.
Ég hef nú ekki enn komið því í verk, en um helgina ætla ég að klára að mála og jafnvel sækja borðplötuna sem mér var gefin...(nei alveg róleg - ekki missa þig í framkvæmdarplönum)

Svo eru það tölvumál: Tölvan mín er enn lasin. Ég held eignlega að hún sé að deyja. Fékk boð um lyklaborð til prufu, en hvort sem það er snobb eða smámunasemi, þá finnst mér fartölva tengd við stóran skjá og aukalyklaborð einhvernvegin ekki alveg vera málið. Er að velta fyrir mér Dell og IMG