Í bata eða fallin?
Sumir myndu kalla mig grænmetisætu í bata, aðrir gætu kallað mig grænmetisætu á fallbraut. Eins og venjulega er ég ekki að velta mér og mikið upp úr titlum, en ég hins vegar borðaði kjöt í gær. Ekki fisk og ekki fugl. Heldur hrefnu. Mér varð ekki meint af, fannst bara alveg ljómandi ágætt að borða þetta. En viðurkenni þó að svona daginn eftir örlar á örlítlilli klýgju við tilhugsunina um blóðið...en úr því að ég get gert að fiskum...
<< Home