Næsta mál á dagskrá
Þar sem baðherbergið virðist haldast nokkuð þétt og virkar ágætlega - reyndar eftir frekar mikið maus en virkar samt...þá er ég að ráðast í eldhúsið.
Já, maður er nú búinn að spjalla svo mikið við pípara undanfarna mánuði og svo þekki ég smið og málara að ég get ekki séð annað en að ég geti riggað einu eldhúsi. Veit reyndar að ég á Hauk í horni og jafnvel Hauka ef út í það fer. En sjáum til hvað ég kemst upp með að gera sjálf.
Er búin að fara í nokkrar flísa/eldhúsvaska/blöndunartækja/ískápa búðir og er næstum því búin að fá leið á þeim, án þess að vera búin að fjárfesta í einum einasta hlut. Fór heim með mosaíkflísaprufu í dag, finnst hún flott, en vex pínulítið í augum hvað þær eru litlar elsku flísarnar...en fallegar eru þær.
Svo er það alltaf spurning með gluggatjöldin...
<< Home