Strætó
Í gær fór Ásvallagötufjölskyldan í strætó í bæinn. Án nokkurra skamma náðum við að kaupa klippikort og fundum vagn. Einhverra hluta vegna soguðumst við inn á Strikið, þar sem gullmenn og blísturssalar spókuðu sig um í sólinni. Mikið var á þessari beinu braut sem gladdi augað, fyrir okkur bæði. Risastórir legókassar og mannhæðaháir R2D2-ar og fallegir skór og fínir kjólar.
Reyndar vorum við ósköp stillt í verslunarháttum, fyrir utan einn poka af ristuðum möndlum og vatnsbrúsa (yeah right!!)
Hér allt til alls, meira að segja danskt McDonalds og íslendingar í massavís.
Ég gæti haldið langa tölu um matvöruverð, en nenni ekki að standa í því. Get þó sagt eitt, að ég tel að þrátt fyrir að bónusfeðgar hafi gert gott mót, þá má einhver annar taka upp þráðinn þar sem þeir skildu við hann - virðast vera næg verkefni þar.
Á heimleið sáum við ekta indjána syngja, spila á panflautur og dansa, á meðan Pokahontast gekk um og hvíslaði fögrum róm: sídís.
Ég er líkegast ekki mesti túristinn hér, þar sem ég var spurð til vegar og gat hjálpað.
Í dag er það svo dýragarðurinn...
<< Home