englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Hlaup og tattú

Hljóp í fyrsta skipti á brautinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það fannst mér alls ekki leiðinlegt. Var reyndar að tala við krakka (fullorðna krakka) sem sögðu að það væru bara lúðar sem æfðu frjálsar. Þau sögðu að aðeins þeir sem ekkert geta í boltaíþróttum æfðu frjálsar.
Í smá stund velti ég því fyrir mér hvort ég ætti kannski bara að fara að æfa fótbolta, en bara í smá stund. Mér finnst töff að æfa frjálsar. Þó svo að ég sé náttúrulega ekki að æfa frjálsar - ég bara fer hlaupandi á milli staða.

Fór svo í sund á eftir. Gott að láta líða úr sér í pottinum...

Ég var farin að halda að maðurinn með skjaldamerkið á bringunni væri fluttur úr landi, en mér til mikillar gleði sá ég hann loksins. Hugsa að hann hafi verið að koma úr fríi frá Þýskalandi. Kannski hann hafi heimsótt ömmu sína og fengið aðeins of mikið af heimabökuðum þýskum brauðsnúðum...

en hann verður bara bara að skokka það af sér á brautinni...