Símhringing frá Símanum
Síminn hringdi og í fátinu yfir því að ókunnungt númer væri að hringja í mig, skellti ég óvart á. Viðkomandi var þó alls ekki á þeim buxunum að gefast upp á mér og hringdi strax aftur.
- Hæ, þetta er Halli hjá Símanum.
- uuu...já hæ...
Þrátt fyrir að ég hefði aldrei talað við Halla áður, var ég nokkuð viss um erindið og því afskaplega kát með að heyra í honum...Halla.
Halli vildi fá að komast heim til mín, til að setja upp nýtt adsl og leyfa mér að horfa á fullt af sjónvarpsstöðvum - ókeypis í mánuð (af því að maður er nú alltaf inni hjá sér á sumrin að horfa á sjónvarpið).
Eftir að hafa skotist vestur í bæ á fjólubláu undra dollunni, opnað fyrir Halla og kvatt hann, velti ég því fyrir mér hvort væri eðlilegt að skilja manninn eftir eftirlitslausann þarna ... jæja, hann þá í versta falli myndi vaska upp.
Ég heyrði í honum eftir tæpan klukkutíma.
Komin með tvær nýjar græjur og splúnkunýja snúru sem nær alla leið og til baka.
Discovery channel og cartoon network o.fl. Rúsínan í pylsuendanum er án efa DR 1 - Ég meina danska ríkissjónvarpið, þvílíkur lúxus. Ég er ótrúlega hamingjusöm, með 10 nýjar stöðvar...hugsið ykkur allar þessar nýju útlensku auglýsingar sem ég get horft á!!!!
(Halli vaskaði ekki upp - sagðist ekki hafa fundið hanska)
<< Home