englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, júlí 03, 2005

Draumfarir

dreymdi þig í nótt
kysstumst og þá mundi ég þegar við kysstumst í fyrsta skiptið
hvað það var gott
ég hugsaði: já alveg rétt...óþarfi að hafa áhyggjur

svo vaknaði ég
mundi að varir mínar höfðu aðeins snert þínar í draumi

kannski einn daginn...