englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, júní 29, 2005

Kona og bíll

Mér hefur aldrei fundist neitt sérstaklega gaman að keyra bíl. Finnst eiginlega klæða mig betur að sitja í farþegasætinu og fylgjast með umhverfinu. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei lent í umferðaróhappi (fyrir utan eina smá utaníkeyrslu á Akureyri í denn) á ég það til að vera pínu utan við mig í akstri. Það er bara svo mikið sem ég þarf að sjá í umhverfinu...allt þetta fólk, allir þessir bílar, skýin, blómin, sólin, sjórinn osfrv osfrv.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig standi á því að ég hafi lent í starfi sem yfirleiðbeinandi Vinnuskóla Reykjavíkur. Í þessu starfi er ég akandi um Reykjavík allan daginn. Ég elska vinnuna mína, en ég er elska bara ekki að keyra. ´

Á veturna keyri ég um á forlátum bláum Volvo 740 GL, '87 módeli með því virðulega númeri R 76. Síðastliðin sumur hef ég keyrt um á fjólublárri dollu, sem reyndar er kraftmeiri en Volvoinn, en samt dolla.

Ég hef aldrei fengið gagnrýni um að ég sé vondur bílstjóri, meira svona verið að gera grín að látunum í Volvonum en ekki beint að mér sem bílstjóra...amk ekki fram að þessu. Þegar ég kom á skrifstofu Vinnuskólans í dag, búin að vera á fartinu allan daginn tók ég eftir því að það var búið að festa aftan á fjólubláu dolluna svona grænt merki sem á stóð ÆFINGARAKSTUR...Ég hef ekki hugmynd um hvað ég var búin að aka lengi um götur Reykjavíkur með þetta græna viðhengi á bílnum...já það er gaman að þessu.

Blár Volvo og fjólublá dolla