englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Hér er ár - um ár - frá ári - til árs

Merkilegt hvernig lífið tekur nýjar stefnur, stundum að því er virðist alveg upp á eigin spýtur.

Fyrir ári síðan átti ég enga fjarstýringu, ekkert video, engan geislaspilara og reyndar ekkert sjónvarp.

Í dag á ég sjónvarp, video (reyndar næstum óstarfhæft - sorrý Dísa) dvd spilara, sem spilar bæði bíó og tónlist, sjónvarp og 4 fjarstýringar.

Svo á ég líka grænmetissafapressu, vöffujárn (með sverri) og geðveikt pottasett og allt þetta átti ég ekki fyrir ári síðan.

Það er bara eitt sem mig vantar...

...velti því fyrir mér hvar ég fæ nýja hæla á stígvélin mín?