englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, júlí 08, 2005

Samtal fólks

Ég hitti ungan dreng á leikskóla og var hann búinn að grafa risastóra holu ofan í moldina.

Jóda: Ertu að grafa holu? (Alltaf jafn gáfuleg í orðun spurninga)
Drengur: Nei, ég er að drullumalla

ég lít ofan í fötuna hans og sé að hann er kominn með hið myndarlegasta deig

Jóda: já og ætlar þú að búa til köku úr þessu?
Drengur: Nei, ég ætla að byggja fjall
J: já, það er góð hugmynd og ætlar þú svo að skreyta það?
D: Nei, ég ætla að setja sand yfir það
J: Já og svo skreyta það? (vogin alveg að missa sig)
D: Nei, ég ætla að gera hurð
J: já, það er sniðug hugmynd. Það er gott að hafa hurð á fjallinu, svo auðvelt sé að komast inn í það!
D: já, það er nefninlega svo mikil rigning.