tímaskortur
langaði svo til að segja ykkur frá stráknum á bensínstöðinni sem kunni næstum því að mæla sjálfskiptingarvökvann en vissi ekki hvar átti að setja hann á bílinn. Langaði líka til að segja ykkur frá stelpunum sem unnu á bensínstöð tvö sem sögðust bara vera vera tvær og það átti að duga mér sem svar við því hvort þær kynnu að mæla sjálfskiptingarvökvann.
Langaði þó mest til að segja ykkur frá stráknum á bensínstöð þrjú, sem mældi vökvann og kunni líka að setja hann á. Hann á sjálfur fallegan volvo eins og ég. Hann strauk af strikamerkinu á vélinni og sagði að við værum með eins vélar. Mín væri bara með ekki með innspítingu og því þyrfti ég ekki að passa mig á að stiga ekki á bensíngjöfina þegar ég kveiki á bílnum...
... en...
ég er að falla á tíma. ég er sko að fara í til útlanda í nokkra daga (fyrir þjófa, þá verða bæði kjartan og mamma að passa íbúðina - svo er það dýrmætasta ekki heima...tek nebblega sambýlismanninn með mér)
Veit ekki með tölvusamband, en lofa að punkta amk hjá mér í bók og færa inn þegar heim kemur.
Njótið þess að vera til - elskið hvort annað og ykkur sjálf.
<< Home