englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Hver með sínu nefi

Við sambýlingarnir vorum í ísskápaleiðangri. Fundum loksins einn alveg rosalega fínan. Innréttingarnar voru alveg frábærar og allt eins og það á að vera. Meira að segja er svona flösku rekki, þar sem maður getur geymt sódavatnið sitt og stöku appelsínflösku. Þrátt fyrir að sjá alfarið um fjárútlát á heimilinu finnst mér eðlilegt að bera svona hluti undir sambýlismanninn. Honum leist rosalega vel á hann, en við ákváðum samt sem áður að skoða víðar áður en þessi skápur væri festur. Þegar við göngum út úr búðinni og erum enn að dásama gripinn, hvíslar drengurinn að mér: já, svo er svo sniðug hilla þar sem þú getur geymt bjórinn þinn!

Ég spyr hvort er það hann eða ég sem lifi í sjálfsblekkingu?