englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, apríl 29, 2005

Speki speki speki

Í dag er ég svona að öllu jöfnu ekki mikil spakmæla og spekiskona. Ég tók það skeið út á mínum unglingsárum. Ég hef farið marga hringi í þessum pælingum en hef að mestu lagt þetta á hilluna. Les stjörnuspána mér til skemmtunnar og trúi henni ekki (nema þegar hún er góð)
En ég á mér eitt svona uppáhalds, sem ég reyni að lifa eftir, með misjöfnum árangri þó:

Megi almættið gefa að ég komi ekki til með að dæma nágranna minn fyrr en ég hef gengið 10 km í skónum hans.

Ég er ég og þú ert þú og sjúbaddíbú...