englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, apríl 24, 2005

semelíudemantar

Ég er búin að komast að því að maðurinn með skjaldamerkið þjáist af mjög einkennilegri puntuþörf.
Í dag var hann kominn með flennistóra "demantslokka" í eyrum, svona eins og DB. Nema að það er nokkuð ljóst að tattúgaurinn á ekki alveg eins mikið af aur og fyrirmyndin. Ég sat um 3 metra frá honum, gleraugnalaus, og sá nokkuð greinilega að þeir voru alveg ekta semelíusteinar.

Hins vegar heyrði ég hann tala þýsku og það fannst mér mjög merkilegt. Þetta er náttúrulega hrein snilld!