englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þolinmæðin og þrautirnar

7:45
- Mamma, hvað getur dýnamít sprengt mikið?
- Ég veit það ekki. Ég veit ekkert um dýnamít.
- Myndi það sprengja hurðina?
- það fer kannski eftir því hvað þú ert með mikið.
- Bara eitt dýnamít
- Já, örugglega og kannski aðeins meira til
- Herbergið mitt líka?
- kannski, ég veit það ekki. Þú verður að spyrja einhvern annan um þetta.

17:00
- Mamma, ef maður ætlar að sprengja hús með dýnamíti, hvað þarf maður þá mikið af dýnamíti?
- Ég veit það ekki..ég var búin að segja þér að ég kann ekkert á svona dýnamít. Þú verður að spyrja einhvern annan um þetta.


20:00
- Mamma, hvort er öflugra dýnamít eða basúkka?
...