englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, september 01, 2005

prumufýla og málning

Við Sverrir vorum að spjalla saman á meðan ég var að fara seinni umferð yfir loftlistana í eldhúsinu. Ég var eitthvað að stríða honum á prumpulyktinni hans og sagðist ætla að fara í skólann og segja í heimakrók að honum þætti prumpulyktin sín góð. Mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið, því ég veit sem er (og hann hefur ekki enn viðurkennt) að fólki finnst síns eigins prumpulykt betri en annarra.

Ég hefði líklegast samt betur sleppt því að vera með þetta uppistand, því á meðan ég var að hrella soninn, missti ég akríl lakk málningardolluna úr höndunum og innihald hennar helltist niður á vegginn, skenkinn og auðvitað á gólfið.

Það eina sem ég get sagt er að sem betur fer var þetta ekki rauð málning...