englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, maí 17, 2005

Loksins

Eftir sólina sem er búin að skína um helgina ákvað ég að nú væri kominn tími til að fara á sumardekk. Reyndar er alltaf von á næturfrosti og snjókoman getur komið hvenær sem er..en ég tek þá bara vagninn.

Maðurinn á dekkjarverkstæðinu var alveg sammála mér með að ég gæti bara tekið strætó ef hann frysti mikið. En hann var hins vegar mjög hrifinn af bílnum mínum og spurði mig hvort ég ætlaði að selja hann.

Ég sagði honum sem var að ég hefði verið að hugsa um að selja hann í vor en hefði verið bent á að ég fengi ekki mikið fyrir hann og því hætt við. Hann spurði þá hvort ég vildi ekki selja hann, hann hefði bíl sem klæddi mig miklu betur. Væri miklu meiri bíll fyrir mig. Svo bendir hann út á bílaplan og þar blasir við mér svartur BMW.

Loksins maður sem sá mig í réttu ljósi.