englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, maí 06, 2005

Leikir

Sverrir: Mamma, kanntu leikinn "Prins póló"?
Jóda: Nei..hvernig er hann?
Sverrir: Hann er rosasniðugur.
Það er sko þannig að einn segir der og hinn segir húfa..og þá segir hinn húfa og þá segir hinn der og þá hleypur einn og segir prins og sá sem nær að segja póló hann vinnur.
Jóda: Já..hmm...ég skildi þetta með prins/pólóið en ekki alveg með der/húfuna
Sverrir: nei, ekki ég heldur...