Loksins gaman
Ég var frekar fúl þegar ég leit yfir sjónvarpsdagskrá gærkvöldsins. Handbolti og Réttur er settur. Vorum við ekki búin að dekka þetta með íþróttirnar, þegar Sýn kom?
Ég meina ekki myndi það hvarfla að mér að bjóða fólki upp á að horfa á maraþon í sjónvarpinu - þó svo að mér þætti það kannski skemmtilegt (er nú samt ekki alveg viss um skemmtannagildi maraþonhlaups í sjónvarpi - well)
Til að sleppa við að horfa á handboltann ákvað ég að elda seint og var upptekin í eldhúsinu á meðan á þessum óskpum stóð. Svo kom matartími og þá var "Réttur er settur"
Andsk. hvað er í gangi hérna?
Ég lét mig nú samt hafa það að setjast fyrir framan sjónvarpið (ekki skárra efni á skjá einum - vala matt og hommarnir fimm) Svo sá ég Frey Björnsson og þá ákvað ég nú að gefa þessu lagadrama séns. Freyr Björnsson er nú einn af mínum uppáhalds mönnum (hann er sko ekki maðurinn minn, meira svona minn maður!)
Djísúss..hvað ég er fegin að Georg á ekki heima við hliðina á mér. Stína gamla myndi aldrei haga sér svona eins og þessi durgur gerði. Hákon var náttúrulega ferlega sorrý týpa en massa fyndinn samt sem áður. Þar sem þátturinn var unaðlega illa leikinn, átti hann vel heima í flokknum "íslenskt skemmtiefni"
Ég stóð mig að því að brosa breitt og hafa gaman af - sem er meira en gerist þegar ég horfi á "íslenska gamanþætti"
Meira svona!
<< Home