Ákvarðanir
Ég tók svolítið skemmtilega ákvörðun í gærkvöldi:
Ég ætla að taka þátt í Rútuhlaupinu eftir 2 vikur. Það sem er svo skemmtilegt við þetta hlaup, er að það telur u.þ.b. 30km. Ég hef aldrei á minni lífstíð hlaupið svona langt...um að gera að prófa eitthvað nýtt.
Tveir hlutir sem á eftir að ganga frá áður en ég get lagt af stað:
1) hver getur litið eftir syni mínum, á meðan ég skýst þetta?
2) hver er til í að taka það að sér að nudda mig, vel og lengi, þegar ég er búin að skjótast?
<< Home