Alveg eins og Icy...
Sat í pottinum klukkan tíu mínútur í sjö í gærkvöldi. Ég skildi ekki af hverju voru svona fáir í pottinum, ekki fyrr en talið barst að Eurovision. Keppnin var að fara að byrja. Þessi forkeppni, sem að sjálfsögðu var einungis formsatriði fyrir okkur Íslendinga, freistaði mín ekki...ég sé Selmu bara á laugardaginn.
Það er svo skemmtilegt með Eurovision að allir hafa eitthvað um hana að segja, hvort sem viðkomandi er hrifinn af keppninni eða ekki.
Talið barst að Icy. Manni í pottinum hafði verið boðið að horfa á keppnina í ...(man ekki hvar keppnin var haldin)... en fór ekki, var of fullur. Hætti að drekka skömmu síðar.
Icy...vá hvað við vorum hissa!
- Ætli Selma taki þetta?
- Jú, það finnst mér líklegt, en annars er ómögulegt að segja
- Já, það er rétt...en hún er í rauðu og rautt er líklegt til vinnings
- Já, hún er í vinningslitnum, það er á hreinu!
....
- Spáið í það hvað það yrði fyndið ef hún kæmist nú ekki upp úr þessari forkeppni!
- hahahaha... já, það yrði algjör þjóðarsorg
- hahahaha´... já einmitt, svona eins og með Gleðibankann
- Ætli hún verði ekki í topp þremur?
- Jú, það held ég alveg pottþétt...
Mér finnst íslendingar vera stórskemmtileg þjóð og er mjög stolt af því að vera íslendingur. Fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins "Niðurstaðan er hlægileg"
Bein tilvitnun í mbl.is: "Selmu Björnsdóttur og félögum gekk mjög vel að flytja lagið á sviðinu en áhorfendur í Evrópu virðast ekki hafa látið sér segjast og tóku önnur lög framyfir."
Ég er mað hugmynd: Á Íslandi búa núna fullt af þjóðernisbrotum. Er ekki málið að senda einhvern annan en Selmu, Stebba Hilmars eða Birgittu? Ég veit ekki betur en að við séum með fullt af hæfileikaríkum og klárum lögfræði og læknanemum frá Litháen og Lettlandi, sem vinna fyrir sé sem listdansarar á Íslandi. Er ekki málið að virkja þær bara?
Eins og maðurinn sagði einhverntímann: If you can't beat them - join them!
<< Home