englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Loksins

Loksins átti ég dag eins og ég er búin að vera að reyna að eiga síðan um áramótin.
Ég vaknaði vel fyrir hádegi, gerði stöff og sofnaði ekkert.

Vann í ritgerðinni minni og sótti um vinnu.

Fór út að hlaupa og lenti í kappi við einhvern brjálæðing – auðvitað vann ég kappið (sem segir okkur að hann sé brjálæðingur eða ég???)
Kannski vissi greyið ekki að hann væri í kappi við mig? Jæja það er bara verst fyrir hann.

Skrifaði þrjú bréf og sendi þau öll. Og það er sko afrek. Allt efni sem hefur legið töluvert á mér. Mjög erfitt að opna sig svona og láta fólk vita hvað er í gangi í sálartetrinu.
Eitt bréfið var erfiðast. Enda blæðir mér enn. Sjáum hvað setur.

Þegar ég var svo á leiðinni í pottinn, var mér boðið í mat. Þannig að ég rétt náði að heyra eina slúðursögu um okkar ástkæra landbúnaðarráðherra. – sem samkv. einum af fastagestunum hefur nú aldrei verið talinn gáfaður af neinum í pottinum. (sel það ekki dýrara en ég keypti það)
Svo heyrði ég líka smá slúður um Kárahnjúkavirkjun. En tók ákvörðun um að segja ekkert um það mál. Vil ómögulega vera að hræða fólk sem á einhverja ástvini þarna fyrir austan.

Klikkaður matur og auðdrekkanlegt rauðvín. Góður tími með enn betra fólki.

Ég er sátt. Finnst eins og dagurinn í dag hafi verið á mínu valdi. Það er góð tilfinning. Svona til tilbreytingar.