englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, janúar 14, 2005

Pólverjar - 3

Sigmar var búinn að segjast koma kl níu, þannig að ég snúsaði til 8:50. Átti ekki von á honum fyrr en í fyrsta lagi kl 10. Ég var rétt komin í buxur og búin að tannbursta mig, þegar dyrasíminn gefur frá sér sín skerandi óhljóð. Sigmar var kominn og allt í rúst. Það kom ekki að sök, því Sigmar elti mig bara um íbúðina á meðan ég gerði morgunverkin.

“Við” fórum að ræða innflytjendur á Íslandi og sagði Sigmar mér t.d. ýmislegt um pólska innflytjendur á meðan ég bjó um rúmið mitt. En hann hélt að það væru frekar tælendingar og rússar að vinna á Grund. Ég var farin að sjá fyrir frekar erfiðan dag og spyr í örvæntingu hvort hann verði einn eftir allt saman? Nei, félagi hans var á leiðinni.

Ég var orðin frekar spennt að sjá hver væri félagi Sigmars. Hvernig eru vinnufélagar Sigmars? Eins og hann? Eða “góði hlustandinn” týpan? Þegar dyrasíminn emjaði aftur, fannst mér hljóðið alls ekki vera svo slæmt. Bara nokkuð kærkomið. Ég fór fram á gang til að taka á móti félaganum...

Varla klædd...með hárið allt út í loftið, stýrur í augunum og slefið á kinnunum...

- Góðan daginn..nei, hæ!!!

Gengur ekki elskhuginn gamli niður tröppurnar hjá mér.
Ég hélt ég myndi míga á mig, auðvitað var Sigmar pabbi hans...