englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, desember 28, 2004

Fráhvarfseinkenni

ég kíkti aðeins í smáralindina, enda ekki komið í verslun svo telja mætti síðan á þorláksmessu...
líður mun betur núna.

Fékk annars forláta safapressu í jólagjöf, búin að nota hana einu sinni og komst að því að mér finnst gulrótarsafi ekkert sérstaklega góður - ekki einu sinni úr lífrænt ræktuðum gulrótum. Kannski á ég bara eftir að venjast því?
Auglýsi hér með eftir áhugaverðum (og helst góðum) uppskriftum af söfum sem hægt er að búa til í þar til gerðri safapressu.