englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ástin

Sverrir: Mamma, ég held að ég sé búinn að finna mér kærustu í skólanum.
Jóda: Já er það, hvað heitir hún?
Sverrir: ég man það ekki, ég er alltaf að gleyma því.
Jóda: ok. ertu búinn að segja henni að þig langi til að hún sé kærastan þín?
Sverrir: Nei..(smá vandræðartónn í röddinni) mamma, þetta er önnur kærasta en Arína Vala.

(Arína Vala er unnusta hans úr leikskólanum og hafa þau hist einu sinni í haust, annars sáust þau síðast í vor)

Jóda: já, það mátti nú svosem alveg búast við því..
Sverrir: ha?
Jóda: já að þú fyndir þér aðra kærustu
Sverrir: já..ohh mig langar bara í kærustu sem ég get tala við og svona

Nokkrum dögum seinna heima hjá pabba sínum:

Sverrir: pabbi, ég er búinn að finna ástina

(hvaðan hefur hann þessa dramatakta?)

Einar: ha?
Sverrir: ég er skotin í stelpu sem er í 1-V
Einar: já er það? Er hún sæt?
Sverrir: ég veit það ekki, en hún er mjög skemmtileg
Einar: hmm... hvað heitir hún?
Sverrir: ég man það ekki. Ég gleymi því alltaf.
Einar: ertu búinn að segja henni að þú sért skotinn í henni?
Sverrir: nei, ég þori það ekki..
Einar: þú verður að herða þig strákur!
Sverrir: jaaaá


það verður áhugavert að fylgjast með þessu