englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, desember 06, 2004

Tattoo

Ég las í skólabókinni minni um mann sem bretti upp ermarnar í vinnunni og beraði tattúin sín, þegar honum fannst hann þurfa á því að halda að láta taka sig meira alvarlega. Samstarfsfólk hans "óttaðist" þennan tattúveraða karlmann og hlýddi honum frekar.

Ég var að tala við mann með tattú. Þessi maður hafði einmitt sagt mér það að aldrei þessu vant hafi hann berað tattúið sitt í vinnunni. Hann hafði ekki brett upp ermarnar, heldur hafði hann mætt í stuttermabol.

Ég sagði honum frá þessari kenningu um tattúin og valdið í vinnunni. Hann sagði að hann héldi að hann væri ekki kominn með þann status að geta sýnt vald sitt með húðflúri.

Ef maður þarf að vera kominn með einhvern ákveðinn status til að geta aukið áhrif sín með húðflúrsýningu, þá þarf maður kannski að vera orðinn eldri en fertugur?

En það stendur ekkert í kennslubókinni hvort að þetta virki líka fyrir konur.

...svo sér maður fyrir sér konu, rúmlega fertuga, fara úr draktarjakkanum á fundi, bretta upp ermarnar og í ljós kemur eitthvað svakalegt tattú sem á stendur "Nirvana" eða eitthvað álíka...nú eða fiðrildi (sem væri kannski líklegra)...

ætli hún nái að sýna authority með þessu?

Ég veit það ekki...

En vel þess virði að tékka á því..
hvaða tattústöð er best?