Mary Parker Follett
Nú af því að ég er ekki lengur með Stöð 2, þá neyðist ég til að lesa fyrir jólaprófin. Þegar upp er staðið er það eiginlega langt því frá að vera leiðinlegt. Enda í námi sem mér finnst skemmtilegt, svo að skárra væri það nú.
Núna í augnablikinu er ég að lesa um hana Mary Parker Follett, sem hefur verið nefnd hér áður. Það sem hún hafði unnið sér til frægðar til að vera nefnd hér á síðunni var hvað hún var heillandi og beinaber en með hversdaglegt útlit.
Nú er ég semsagt að lesa um hana sem fræðimann, ekki gínu, og enn sem komið er hef ég ekki rekist á eina einustu setningu um útlit hennar eða kynhneigð. Bara hvað hún var flott fræðikona (nú yrði Rannveig Trausta stolt af mér).
Ég tek það samt fram að ég er ekki búin, það er aldrei að vita hvað leynist í textanum - ég lofa að láta vita.
En það er eitt sem Follett sagði sem mér þykir frekar skemmtilegt sjónarhorn á annars flókið fyrirbæri og held að við ættum að reyna að tileinka okkur (amk stundum)
"Follett urges us never to ask who is right in a conflict - indeed, not even to ask what is right. The proper response, she tells us, is to assume that both are right. Rather, both sides are likely to give right answer but to different questions. The right use of conflict is therefore to ask: What must these people who differ with me and oppose me see as the right question if their positoin is a rational one and, indeed, a correct one?"
Ekki nema von að kona sem hugsar svona hafi verið heillandi...
<< Home