englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, nóvember 28, 2004

sunnudagar og snús

Ég fór snemma að sofa í gær, af því að ég þurfti að vakna svo ótrúlega snemma í morgun til að vinna. Klukkan stillt á 8 og allir hressir og kátir og alveg í stuði til að vakna svona snemma á sunnudagsmorgni.

Guð vildi hafa sunnudaga sem hvíldardaga og því held ég að guð vilji ekki að fólk vinni mikið fyrir hádegi á sunnudögum,

og því fann hann upp snúsið.

Ég held að persónulegt snús-met sé 2 1/2 klukkutími.