englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, nóvember 26, 2004

hummm...

Af því að ég er svo skotin í orðabókunum mínum ákvað ég að kíkja í þær og athuga þetta með hetjurnar og fyrirmyndirnar og allt það

Fyrirmynd: 1 e-ð til eftirbreytni, fordæmi - ágæti fyrirmyndarblað / fyrirmynd listamanns e-ð til að gera listaverk eftir; e-ð sem listaverk er gert eftir, fyrirsæta. 2 eyðublað 3 sýnishorn

og ekki skánar það...

hetja: kappi, hraustmenni --> bera sig eins og hetja þ.e. karlmannlega. afreksmaður hetjusaga/þjóðhetja sá sem hefur unnið sérstök afrek fyrir ættland sitt.


Jú jú fyrirmyndirnar mínar eru eitthvað sem hægt er að hafa sem fordæmi, þó þær séu kannski ekki mikil fyrirmyndarblöð og hvað þá eyðublöð

en hetjurnar mínar aftur á móti eru jahh...flestar ef ekki allar mjög langt frá því að vera karlmannlegar þó hraustar séu

svo var þetta með feminsistann sem er samkvæmt orðabókinni kvenfrelsissinni sem er aftur maður sem heldur fram kvenfrelsisstefnu.
og ég hugsaði með mér: maður... það er líka ég er það ekki???

EN...

samkvæmt áðurnefndri orðabók er maður tvífætt og tvíhent spendýr sem talar, býr til verkfæri og vinnur með þeim
og ég er jú...tvífætt og tvíhent og spendýr (síðast þegar ég gáði) en ég veit ekki alveg þetta með verkfærin....

þetta er ágætis veganesti inn í helgina: er ég maður eða...