englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Koddahjal

Mamma veistu það að í gamla daga var ekki til neitt. Ekki geimurinn eða neitt. Það voru bara til guð og Jesú og þeir bjuggu til heiminn.
Eða ég veit ekki hvort þeir bjuggu fyrst til guðina og svo geiminn.
- Hvaða guði?
- Æ þú veist miðgarðsorminn og alla þá
- Jaá...
- Ég held það.

Og guðirnir bjuggu svo til Evu og Adam.

Það voru tvö tré. Yggdrasil og eitthvað annað sem ég man ekki hvað hét. Þau duttu um koll og þá urðu Eva og Adam til.
Svo bjuggu guð og Jesú það til að Eva og Adam gætu eignast börn..samt aðallega Eva.

- Mamma af hverju geta strákar ekki eignast börn?
- ég veit það ekki spurðu guð að því

- mamma veistu að einu sinni borðuðu ljón og tígrisdýr bara gras?

Svo göldruðu djöfullinn og dauðinn að þau fengu svona vígtennur og hættu að borða gras og fóru að borða kjöt og dýr og menn.

Þú veist að þeir eru vondir?
- hverjir?
- Andskotinn og þeir...

- Hvernig veistu þetta allt?
- Þetta stendur í bókinni
- Hvaða bók?
- Guðabókinni
- Nú? hvað heitir hún?
- Ég man það ekki...það eru sko til þrjár guðabækur.


Síðan gengu sumir vondir - eða allir vondir menn í lið með óvininum og voru á móti vininum. Gengu til liðs með djöflinum en þeir voru á móti guði.
Þess vegna fæddist Jesú á Jörðinni, en hann dó aftur...

- Af hverju dó Jesú?
- Nú, af því að hann var krossfestur!!!