englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

snjókoma

í gær hugsaði ég til þín
lá í vetrinum og horfði upp til himins
snjórkornin féllu niður á andlit mitt og bringu

(Fallegt orð “bringa”)

rétti út handleggina og fingur mínir eltust við snjókornin
minntu mig á þig
svona falleg, svífandi um loftið
en um leið og ég snerti þau voru þau horfin
bráðnuð

ef við gætum notist einu sinni
eitt augnablik

löngunin í þig magnaðist upp
ég lét eftir henni

kalt í fyrstu
eins og þú

hikandi féllst þú á brjóst mín
maga
læri

þú gældir við bak mitt
rass
á milli læranna

það var ekki kalt lengur
heitt

gott að vera saman eitt augnablik
vonandi snjóar aftur í dag